Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að ríki utan ESB - 640 svör fundust
Niðurstöður

Hverjir eru vextir innan ESB, hver er vaxtamunurinn innan þess og hver er sambærileg vaxtatala fyrir Ísland?

Vextir innan Evrópusambandsins eru mjög mismunandi, sérstaklega ef horft er bæði á vexti til neytenda og fyrirtækja. Þar hefur ekki aðeins áhrif hvort viðkomandi land notist við evruna eða ekki heldur einnig hversu þróað bankakerfið er í viðkomandi landi. *** Þegar vextir eru bornir saman milli aðildarríkja...

Er til EES-reglugerð um hámarksvatnsmagn í beikoni?

Nei, það er ekki til EES-reglugerð um hámarksvatnsmagn í beikoni. Það er á hinn bóginn til íslensk reglugerð sem segir til um hversu miklu vatni er leyfilegt að bæta í kjötvörur án þess að þess þurfi að geta sérstaklega í nafni vörunnar að hún sé vatnsbætt. Reglugerð með svipuðu ákvæði var samþykkt í Evrópusamband...

Hvaða afleiðingar yrðu af því að draga umsóknina að ESB til baka, þurfum við þá að borga ESB útlagðan kostnað?

Evrópusambandið kemur ekki beint að kostnaði Íslands við umsóknarferlið sjálft. Sambandið veitir umsóknarríkjum þó stuðning samkvæmt svokallaðri IPA-áætlun (e. Instrument for Pre-Accession Assistance). Markmið stuðningsins er að búa stjórnsýslu umsóknarríkis sem best undir umsóknarferlið og sömuleiðis inngönguna e...

Efnahags- og félagsmálanefnd

Efnahags- og félagsmálanefnd Evrópusambandsins (e. European Economic and Social Committee) var sett á fót með Rómarsáttmálanum, árið 1957, í þeim tilgangi að ljá hagsmunahópum rödd á vettvangi sambandsins og styrkja þannig lýðræðislegt lögmæti þess. Nefndin er meðal annars skipuð fulltrúum vinnuveitenda og launþeg...

Af hverju var Evrópusambandið stofnað? – 1. Jarðvegurinn - Myndband

Einn af þekktustu sagnfræðingum 20. aldar, sem hafði óvenjulega yfirsýn, sagði að Evrópusambandið væri „barn sérstakra sögulegra aðstæðna sem geta líklega aldrei komið upp aftur“ (Hobsbawm, 1996, 578). Svo mikið er víst að ESB er afar óvenjulegt fyrirbæri í mannkynssögunni. Við höldum nú samt að það sé hægt að var...

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í apríl 2012?

Samkvæmt vefmælingu Modernus voru tíu vinsælustu svör aprílmánaðar á Evrópuvefnum árið 2012 þessi hér: Eru Kínverjar að kaupa upp Evrópu? Hver yrðu áhrif inngöngu Íslands í ESB á verðbólgu? Þurfum við að taka upp sumartíma ef við göngum í Evrópusambandið? Hver er staða smáríkja innan ESB? Hver er staða Evró...

Hvað er átt við með bókunum og viðaukum í sambandi við EES-samninginn?

Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var undirritaður í Portúgal árið 1992 og gekk í gildi 1. janúar 1994. Aðilar að samningnum eru annars vegar EFTA/EES-ríkin Ísland, Liechtenstein og Noregur og hins vegar aðildarríki Evrópusambandsins. Samningurinn skiptist í meginmál (129 greinar), 49 bókanir og 22 viðau...

Evrópuvæðing

(Europeanisation) er ferlið sem aðildarríki ESB fylgja þegar þau þróast hvert um sig frá því ástandi sem ríkti í upphafi aðildar og í átt til einsleitari stefnu og skipulags. Líta má á ESB sem tæki í þessari þróun sem tekur m.a. yfir einfalda tæknilega samræmingu. Sjá hnattvæðingu....

Bein réttaráhrif

Bein réttaráhrif (e. direct effect) hafa þær lagagerðir ESB sem eru nægilega skýrar, nákvæmar og óskilyrtar til að einkaaðilar geti byggt réttindi sín á þeim fyrir dómstólum í aðildarríkjunum. Dómstóll Evrópusambandsins tók af skarið um þetta í úrskurði frá árinu 1963 sem kenndur er við Van Gend en Loos....

Fríverslunarsamningur Norður-Ameríku, NAFTA

(North American Free Trade Agreement) var undirritaður 1992 og lagði grunninn að fríverslunarsvæði Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó. Er stundum tekið sem dæmi um óbein áhrif ESB á aðra heimshluta. ...

Milliríkjahyggja

(intergovernmentalism) er sú hugsun að ríkisstjórnir aðildarlandanna hafi eða eigi að hafa tögl og hagldir í ESB og sambandið verði því aldrei neitt annað en tæki ríkjanna til að ná markmiðum sínum. Þannig muni sambandið til dæmis aldrei verða að sambandsríki....

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Evrópuvefnum í maí 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru þetta tíu vinsælustu svör maímánaðar árið 2013 á Evrópuvefnum: Hversu leiðinlegt væri það ef við mundum klára aðildarsamning við ESB og þjóðin mundi hafna honum í þjóðaratkvæðagreiðslu? Hvaða Evrópulönd eru ekki í ESB og hvers vegna? Hver er munurinn á EFTA og ESB? Ef Ísl...

Breytast reglur um vaxtabætur og barnabætur ef við göngum í ESB?

Nei, aðild að Evrópusambandinu hefur engin áhrif á íslenskar reglur um vaxta- og barnabætur. Breytingar á reglum um vaxtabætur og barnabætur yrðu eftir sem áður í höndum stjórnvalda á Íslandi. *** Vaxtabætur og barnabætur eru bætur greiddar af ríkinu til einstaklinga, sem eru skattskyldir á Íslandi, á grundv...

Hvað var franska byltingin og hefur hún enn einhver áhrif á samfélagsmál í Evrópu og annars staðar í heiminum?

Þekkt saga segir af því þegar forsætisráðherra Kína var spurður í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar út í áhrif frönsku byltingarinnar. Hann á að hafa svarað því til að sagan ætti eftir að leiða í ljós hver þau yrðu. Sumum hefur þótt svarið vera til marks um að Kínverjar væru framsýnni en aðrar þjóðir en vel m...

Fengu Norðmenn fullan aðildarsamning í bæði skiptin sem þeir sóttu um og höfnuðu aðild að ESB? - Myndband

Í stuttu máli er svarið já. Í tvö þeirra fjögurra skipta sem Noregur hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu var aðildarviðræðum lokið með undirritun aðildarsamnings. Fullmótaður aðildarsamningur var lagður í þjóðaratkvæði árin 1972 og 1994 og í báðum tilvikum var honum hafnað. Úrslit kosninganna hafa einkum verið...

Leita aftur: